top of page

Æfingabúðir í frjálsum fyrir 10-14 ára að Laugum

SamVest auglýsir æfingabúðir í frjálsum íþróttum fyrir 10-14 ára, að Laugum í Sælingsdal 21.-22. apríl 2018. Foreldrar eða einstök félög sjá um að keyra og sækja börnin.

Mæting er um 12.30-12.45, laugardaginn 21. apríl nk. Æfingabúðum lýkur um kl. 14.00 á sunnudaginn.

SKRÁNING Í SÍÐASTA LAGI MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 18. APRÍL 2018 – SMELLIÐ HÉR Á SKRÁNINGARLISTANN.

Markmið æfingabúðanna er þríþætt: (a) að þjálfa og kynna krökkunum frjálsar íþróttir, m.a. með fjölbreyttum æfingum og leikjum (b) að gefa krökkunum tækifæri til að kynnast innbyrðis, í gegnum leik, æfingar og samveru (c) að gefa þjálfurum kost á að kynnast

Þjálfarar af starfssvæði SamVest sjá um æfingar, sem verða fjölbreyttar og miðaðar við aldur þátttakenda.

Að Laugum rekur UMFÍ ungmennabúðir. Sjá nánar: http://www.ungmennabudir.is/

Þar er góð aðstaða til íþróttaiðkunar; íþróttahús, sundlaug og heitir pottar og rólegt umhverfi. Við reynum að hafa bæði úti- og inniæfingar, en reyndar er ekki sérstök frjálsíþróttaaðstaða úti.

Krakkarnir og foreldrar sem fylgja hópunum hafa gist í nokkrum stórum skólastofum (þar eru dýnur), aðrir fullorðnir hafa átt kost á sér herbergjum.

Matsalur og eldhús er rúmgott – við höfum matráð sem eldar máltíðir ofan í mannskapinn og foreldrar hafa aðstoðað við matargerð og frágang.

Enn sem fyrr stólum við á að foreldrar fylgi hópunum þannig að við getum öll hjálpast að við að gera dvölina ánægjulega og örugga.

Athugið að SamVest er ekki með sérstakar tryggingar fyrir börn í íþróttaiðkun – vísum því yfir á hvert félag en okkur er ekki kunnugt um hvernig félög iðkenda haga þeim málum, hvert hjá sér.

Hvað á að hafa með sér?

  • Svefnpoka/sængurföt og náttföt

  • Tannbursta og tannkrem, sjampó

  • Sundföt og handklæði

  • Inni íþróttaföt

  • Útiíþróttaföt og íþróttaskó

  • Inniskó er gott að hafa – en ekki skylda

  • Góða skapið

Skiljið endilega eftir heima tölvur, síma og önnur snjalltæki þar sem nóg annað verður um að vera.

Almennar reglur

  • Fylgjumst vel með tímasetningum

  • Hjálpumst að við tiltektir og frágang

  • Við mælum ekki með sælgæti – og gos og orkudrykkir eru á algerum bannlista.

  • Kl 22:00 fer mannskapurinn að koma sér í náttföt og bursta tennur, yngri hópurinn fer að sofa milli 22 og 22.30 og um 22:30 fer eldri hópurinn að skríða í átt að svefnpokum.

  • Kl 23.00 allir komir á sinn stað í svefnpokum og hafa hægt um sig, má alveg spjalla aðeins áfram með því að hafa hljótt, en fyrir 23.30 eiga öll ljós að vera slökkt og allt komið í ró.

Ef barn þarf að hafa með sér og taka lyf, endilega segið þjálfara eða öðrum ábyrgðarmanni frá því, og biðjið um aðstoð við það, ef þið svo kjósið.

Þátttökugjald verður ca. 5-6000 kr. á barn og best er að hvert barn greiði það við komuna að Laugum. Gjaldið er fyrir gistingu og fæði.

Ef frekari spurningar vakna, endilega hafið samband við ykkar þjálfara eða spyrjið á FB-síðu SamVest.

Spurningar má senda á Evu Kristínu þjálfara Umf. Víkings/Reynis í Snæfellsbæ í netfangið evakristin09@gmail.com og á Björgu Ágústsd. í framkvæmdaráði SamVest í netfangið bjorgag@gmail.com

Með frjálsíþróttakveðju!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Framkvæmdaráð SamVest og þjálfarar


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page