Samstarf í frjálsum
Samstarf 7 héraðssambanda
á Vesturlandi og Vestfjörðum
í frjálsum íþróttum
BIKARLIÐ
Eitt af því sem hægt er að gera vegna samstarfsins í SamVest er að mynda sameiginlegt lið til að senda í keppnir þar sem lið etja kappi.
Bikarmót Frjálsíþróttasambands Íslands eru haldin árlega, innanhúss og utanhúss. Bikarmótin eru keppnir á milli liða þar sem keppt er í mörgum greinum.
Við höfum sent sameiginlegt lið undir merkjum SamVest á Bikarmót FRÍ 15 ára og yngri; utanhússmót í ágúst 2013 í Kópavogi, í Mosfellsbæ í ágúst 2014, að Laugum í Þingeyjarsýslu í ágúst 2015 og á Laugardalsvelli í ágúst 2016, einnig á innanhússmót í Laugardalshöll í febrúar 2015 og 2016.
Okkur finnst frábært að fá tækifæri til að keppa meðal liða stærstu félaganna - tækifæri sem einstök sambönd ættu erfitt með að nýta, ef hver ynni fyrir sig.
Við erum líka stolt af okkar bikarliðum - þau hafa staðið sig með miklum sóma!