top of page

SAMVEST-MÓT

SamVest hefur haldið eitt stórt sumarmót, árlega, undir eigin merkjum.

 

Mótin  hafa oftast verið haldin í Borgarnesi, en aðstaða til frjálsíþrótta er þar mjög góð.

Í júní 2015 var tekinn í notkun rafrænn tímatökubúnaður sem Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar keypti. SamVest styrkti kaupin og er með samning við Frjálsíþróttafélagið um afnot af búnaðinum á mótum. 

 

Sumarið 2016 var haldið fjölmennt mót á Bíldudal, en þá bauð Héraðssambandið Hrafnaflóki félögum SamVest heim. 

 

bottom of page