top of page

Sumarmót SamVest 9. júlí 2017


Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS, HHF, UMFK og Umf. Skipaskagi blása til hins árlega sumarmóts SamVest. Mótið verður haldið á íþróttavellinum í Borgarnesi sunnudaginn 9. júlí n.k. og hefst kl. 13.00.

Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir eftir aldursflokkum:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup

9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup

11 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup

12 ára: sömu greinar og hjá 11 ára

13 ára: 100 m hlaup, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m

14 ára: 100 m hlaup, 80 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m

15 ára: 100 m hlaup, grindahlaup (80 m hjá stelpum og 100 m hjá strákum), langstökk, hástökk,

kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m

16 ára og eldri: 100 m hlaup, grindahlaup (100 m hjá stelpum/konum, en 110 m hjá strákum/körlum),

langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m. ATHUGIÐ - að bætt hefur verið við 400 m hlaupi í flokki 16-18 ára pilta og stúlkna. Athugið einnig, að í kastgreinum þá mun verða keppt með réttum þyngdum eftir aldri í flokknum 16 ára og eldri.

Hægt er að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins hér í mótaforriti FRÍ.

ATHUGIÐ VEL - AÐ TÍMASETNINGAR EINSTAKRA GREINA GETA BREYST. VIÐ REYNUM AÐ KEYRA MÓTIÐ FLJÓTT OG VEL ÁFRAM SVO BETRA ER AÐ VERA MÆTT VEL TÍMANLEGA FYRIR GREINARNAR, EF ÞEIM SKYLDI VERÐA FLÝTT.

Mótið er opið fyrir gesti og er skráningargjald á þátttakanda utan SamVest 2000 kr. Greiðist á staðnum.

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn - grillum fyrir yngri hópinn þannig að þau geti fengið sér hressingu að loknum sínum greinum - og síðan verður grillað fyrir þau eldri í lok keppni. Aðstandendum er að sjálfsögðu boðið líka í grillveisluna. Það er fyrirtækið Arnarlax á Bíldudal sem styrkir SamVest með því að bjóða öllum í grill og kunnum við fyrirtækinu bestu þakkir fyrir.

Þátttakendur geta skráð sig og keppnisgreinar sínar inní þetta skjal hér.

Endilega skráið sem allra fyrst - og í síðasta lagi til kl. 15.00 föstudaginn 7. júlí n.k. Ef einhver vilja mæta og eru ekki búin að skrá sig í tæka tíð, skráið samt í skjalið en sendið okkur póst á bjorgag@gmail.com og pall@hhf.is

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.

Áríðandi: Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þau sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á bjorgag@gmail.com eða inná SamVest-hópinn á Facebook (með nafni og félagi).

Fjölmennum á gott mót!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju

SamVest-samstarfið


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page