Samstarf í frjálsum
Samstarf 7 héraðssambanda
á Vesturlandi og Vestfjörðum
í frjálsum íþróttum
SAMÆFINGAR
SamVest hefur staðið fyrir sameiginlegum æfingum fyrir iðkendur á starfssvæði sínu.
Haldnar eru samæfingar á höfuðborgarsvæðinu, ein á haustönn og tvær á vorönn, þar sem við fáum gestaþjálfara til að aðstoða okkur.
Nú æfum við í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika, Hafnarfirði og höfum notið liðsinnis þjálfara hjá FH.
Við höfum líka haft æfingar á heimasvæðum okkar og notið þar eigin þjálfara sambandanna, en líka fengið gestaþjálfara frá stóru félögunum á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar mót eru framundan, t.d. þegar SamVest sendir lið á Bikarkeppni FRÍ, þá höfum við reynt að hafa sérstakar æfingar fyrir liðið okkar.
Við bjóðum uppá hressingu á æfingum - það er svo miklu betra og skemmtilegra!