Samstarf í frjálsum
Samstarf 7 héraðssambanda
á Vesturlandi og Vestfjörðum
í frjálsum íþróttum
ÆFINGABÚÐIR
SamVest hefur boðið iðkendum uppá æfingabúðir að Laugum í Sælingsdal, nær árlega.
Þær hafa heppnast vel og skemmtileg stemning myndast.
Markmið æfingabúðanna er þríþætt:
(a) að þjálfa og kynna krökkunum frjálsar íþróttir, m.a. með fjölbreyttum æfingum og leikjum,
(b) að gefa krökkunum tækifæri til að kynnast innbyrðis, í gegnum leik, æfingar og samveru, og svo
(c) að gefa þjálfurum á starfssvæði SamVest kost á að kynnast og læra eitthvað nýtt (m.a. með því að fá til okkar gestaþjálfara utan starfssvæðis okkar).
Æfingar eru fjölbreyttar og miðaðar við aldur þátttakenda.
Krakkarnir hafa farið í sund og haldið kvöldvöku - og svo er matur og hressing fyrir alla, að sjálfsögðu.
Við höfum haft allt upp í rúmlega 60 þátttakendur í æfingabúðunum - mikið fjör!