Recent Posts
Featured Posts

Samæfing 16. mars 2018

Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá stefnum við að fyrstu samæfingu ársins í Kaplakrika – föstudaginn 16. mars 2018 kl. ca. 17.00 – 20.00.

Æfingin er fyrir 10 ára (árgangur 2008) og eldri á starfssvæði SamVest. Athugið, að það er ekki skilyrði að þátttakandi sé iðkandi í frjálsum – það er allt í lagi að mæta til að prófa.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.

Þjálfarar frjálsíþróttadeildar FH sjá um þjálfunina, vonandi ásamt þjálfara af SamVest-svæðinu.

Nesti á æfingunni í boði SamVest. Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.

Skráið þátttöku í þetta skjal hér – og endilega sem allra fyrst. Mætum og gerum þetta að góðri æfingu!!

Athugið að laugardaginn 17. mars fer fram Góumót FH og við hvetjum SamVest-iðkendur til að taka þátt í því. Sjá upplýsingar um Góumótið hér í mótaforritinu ÞÓR, m.a. um aldursflokka, greinar og tímasetningar. Hvert félag/samband sér um skráningu sinna iðkenda.

Með kveðju, SamVest, framkvæmdaráð

Mynd frá einni af samæfingum SamVest í Kaplakrika.


Follow Us
No tags yet.
Search By Tags
Archive
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now