Æfingabúðir að Laugum 4.-5. mars 2017
SamVest stefnir að því að halda æfingabúðir í frjálsum, að Laugum í Sælingsdal, laugard. 4. mars til sunnud. 5. mars. Æfingabúðirnar eru hugsaðar fyrir 10 ára og eldri, þ.e. árgangur 2007 og uppúr (grunn- og framhaldsskólaaldur).
Mæting er kl. 13 á laugardeginum, foreldrar sjá um að koma börnum sínum á staðinn og sækja þau um miðjan sunnudag. Þátttakendur greiða lágmarksgjald fyrir gistingu og kostnaðarverð fyrir mat og kaffitíma (líklegt að það sé samtals í kringum 5000 kr., nánar auglýst síðar).
Á Laugum er góð aðstaða fyrir hópa, íþróttahús, sundlaug og heitir pottar - fallegt og rólegt umhverfi. Dýnur eru fyrir þau sem gista, en þátttakendur þurfa að koma með svefnpoka/sæng og kodda. Búnaðarlisti og leiðbeiningar verða sendar út síðar.
Við leggjum upp með fjölbreytta dagskrá, aldursskipt að hluta, með aðfengnum gestaþjálfurum - nánari upplýsingar um það fljótlega.
Hvert félag eða samband innan SamVest-svæðisins gerir ráðstafanir til að auglýsa þetta vel á sínu svæði og tekur ákvörðun um það hvaða þjálfarar fara (komast) með og sjá til þess að sínum þátttakendum fylgi nægur fjöldi fullorðinna, til að halda utan um hópinn.
Inná Facebook-hópi SamVest er að finna skráningarlista - endilega skráið þátttakendur sem fyrst.
Frekari spurningar má senda á bjorgag@gmail.com
Mynd frá æfingabúðum SamVest í frjálsum - Laugum okt. 2015: