SamVest með lið í Bikarkeppni FRÍ
Sunnudaginn 21. ágúst 2016 fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, í frjálsum íþróttum utanhúss fyrir 15 ára og yngri. Um er að ræða liðakeppni, þar sem félög eða héraðssambönd senda lið til keppni í tilteknum íþróttagreinum.
SamVest sendi lið til keppni, bæði stúlkna- og piltalið, og náði að manna allar keppnisgreinar.
Hver keppandi má keppa mest í 2 greinum og boðhlaupi, þannig að það reynir á að geta skipað hverja grein þeim sem best ræður við hana.
Krakkarnir stóðu sig mjög vel og í heildina (stúlkur og piltar) fékk lið SamVest 113 stig og lenti í 5. sæti af þeim 11 liðum sem tóku þátt. Sjá nánar hér í frétt á vef FRÍ og um úrslitin hér í mótaforriti FRÍ.
Það er ánægjulegt að geta náð að skipa bæði stúlkna- og piltalið í öllum keppnisgreinum og geta boðið keppendum á starfssvæðinu okkar að taka þátt í svona liðakeppni. Með því sköpum við fleiri skemmtilega viðburði fyrir unglingana okkar, eflum stuðning við iðkun frjálsíþrótta á starfssvæðinu og treystum enn frekar samstarfið innan vébanda SamVest
Eftirtalin skipuðu bikarlið SamVest að þessu sinni:
Piltar: Daníel Fannar Einarsson (2002) UMSB: hástökk og 1500 m hlaup
Elvar Einarsson (2001) UMSB: 100 m grindahlaup
Halldór Jökull Ólafsson (2002) HHF: kringlukast og 400 m hlaup
Sigursteinn Ásgeirsson (2001) UMSB: spjótkast og kúluvarp
Stefán Jóhann Brynjólfsson (2001) UMSB: langstökk og 100 m hlaup Boðhlaup: Daníel Fannar, Elvar Örn, Sigursteinn og Stefán Jóhann.
Stúlkur: Andrea Björk Guðlaugsdóttir (2001) HHF: boðhlaup Birta Sigþórsdóttir (2003) HSH: kúluvarp Björg Hermannsdóttir (2001) HSH: 100 m hlaup Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir (2001) HHF: hástökk og 1500 m hlaup Liv Bragadóttir (2001) HHF: spjótkast og kringlukast Rakel Jóna B. Davíðsdóttir (2002) HHF: langstökk og 80 m grindahlaup. Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003) HSH: 400 m hlaup Boðhlaup: Andrea Björk, Björg, Guðrún Ósk og Rakel Jóna.
Sjö af þessum keppendum eru 15 ára á árinu, þannig að í næstu bikarkeppni (innanhúss, ca. í febrúar 2017) þá þarf að finna nýja keppendur til að yngja upp liðið. Tilvalið markmið fyrir yngri keppendur, að komast í Bikarlið SamVest :-)
Á myndinni eru, frá vinstri: Björg, Elvar, Stefán Jóhann, Daníel Fannar, Sigursteinn, Halldór Jökull og Unnur Jónsdóttir þjálfari. Fremri röð frá vinstri; Rakel Jóna, Birta, Andrea Björk og Guðrún Ósk. Á myndina vantar þær Liv og Tinnu Guðrúnu.