top of page

Sumarmót SamVest á Bíldudal

Árlegt sumarmót SamVest var haldið á Völuvelli á Bíldudal laugardaginn 13. ágúst 2016.

Það var Héraðssambandið Hrafna-Flóki sem bauð til mótsins á Völuvelli á Bíldudal.

Þátttakendur voru 66 talsins, flestir frá HHF, á aldrinum 6 til 18 ára, auk fimm fullorðinna.

Aðstæður á vellinum voru prýðilegar; atrennubraut langstökks og svæði fyrir hástökk og spjót eru lögð tartanefni og hlaupabrautin var mjög hörð og góð og merkt af HHF fyrir mótið. Við völlinn er glænýtt vallarhús með salernum, en gamla húsið fauk í óveðri síðasta vetur. Þess má geta að árið 2000 var Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Bíldudal en það var í fyrsta sinn sem ULM var haldið um verslunarmannahelgi.

Vesturbyggð bauð gestum gistingu á tjaldsvæðum sínum án endurgjalds og kunnum við sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir. Allt gekk vel fyrir sig og allar greinar voru vel mannaðar starfsfólki HHF, auk nokkurra hjálparkokka frá öðrum samböndum. Grillaðar voru pylsur í mótslok og í lokin tilkynnt um úrslit. HHF stóð sig frábærlega við undirbúning og umsjón með mótinu: Bestu þakkir fyrir það!


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page