top of page

Samæfing og Vinamót


Föstudaginn 22. apríl sl. var haldin samæfing í frjálsum íþróttum á vegum SamVest.

Fyrir ári sömdu SamVest og frjálsíþróttadeild FH um samstarf og eru samæfingar nú haldnar 3var á vetri í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði (reyndar náðum við bara 2 æfingum í vetur). Frjálsíþróttaþjálfarar FH aðstoða sem gestaþjálfarar á æfingunum, sem eru yfirleitt fyrir 10 ára og eldri.

Um 25 krakkar mættu á samæfinguna sl. föstudag og stóð hún í tæpar 3 klst. að meðtalinni upphitun, nestispásu og teygjum í lok æfingar. Krakkarnir fengu að æfa spretthlaup og grindahlaup, langstökk, hástökk, kúlu, spjót, sleggju og kringlu, en hópnum var skipt í þrennt eftir aldri. Þjálfarar að þessu sinni voru þeir Hreiðar Gíslason, Hermann Haraldsson og Bogi Eggertsson.

Laugardaginn 23. apríl kl. 11.00 var svo haldið Vinamót á vegum SamVest, HSK-Selfoss og FH.

Mótið var haldið í Kaplakrika og gafst iðkendum SamVest þar tækifæri til að spreyta sig og fá árangur sinn skráðan. Mótið var fyrir 11-14 ára og voru margir að mæta á sitt fyrsta mót.

Tólf þátttakendur voru frá okkur í SamVest en um 80 keppendur voru skráðir á mótið.

Hér má sjá úrslit mótsins í mótaforriti FRÍ, en skv. því má sjá að margir voru að bæta sinn persónulega árangur.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page