top of page

Samæfing og Vinamót

Jæja, nú er komið að því!

Föstudaginn 22. apríl 2016 verður samæfing á vegum SamVest. Æfingin er ætluð þeim sem eru 10 ára á árinu (árgangur 2006) og eldri. Athugið sérstaklega að æfingar eru ekki bundnar við grunnskólaaldur, eldri ungmenni eru líka velkomin!

Æfingin verður í Kaplakrika í Hafnarfirði og gestaþjálfarar verða frá frjálsíþróttadeild FH.

Æfingin hefst kl. 17.15 og stendur í ca. 3 klst., með upphitun, nestispásu og teygjum í lok æfingar.

Laugardaginn 23. apríl kl. 11.00 verður svo haldið Vinamót SamVest, HSK-Selfoss og FH í frjálsum.

Mótið er fyrir 11-14 ára, þ.e. þau sem eru fædd 2002-2005.

Hér má sjá mótið í mótaforriti FRÍ.

ATHUGIÐ - að þarf að skrá sig á mótið í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 21. apríl.

Það er líka gott að skrá þátttöku á samæfingunni, en það má skrá sig alveg fram á síðustu stundu - en endilega skráið samt eins fljótt og þið getið.

Mætum nú og gerum góða æfingu og gott mót!

PS. Okkur vantar líka sjálfboðaliða - 6 manns - sem starfsmenn mótsins. Hver vill? Látið Björgu vita í s. 898 6605 eða bjorgag@gmail.com


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page