top of page

Samstarfið endurnýjað


Í dag var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf SamVest í frjálsum íþróttum.

Það eru héraðssamböndin sjö sem standa að SamVest sem skrifuðu undir nýjan samning - í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu.

SamVest varð til haustið 2012 og þá var ritað undir viljayfirlýsingu um samstarf til 3ja ára. Samningstíminn rennur út í lok ársins 2015 og var samið um áframhaldandi samstarf til annarra 3ja ára, eða út árið 2018.

Samstarfið gengur út á að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á samstarfssvæðinu. Ýmsir viðburðir eru haldnir, sameiginlegar æfingar bæði heima og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fengnir eru gestaþjálfarar frá stærri frjálsíþróttadeildum félaga á höfuðborgarsvæðinu, æfingabúðir, mót, og sameiginlegt lið SamVest hefur tekið þátt í bikarkeppnum FRÍ.

Undirritunin fór fram samhliða samæfingu í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika, en þar voru um 30 iðkendur mættir suður á sameiginlega frjálsíþróttaæfingu á vegum SamVest.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page