top of page

Skemmtilegar æfingabúðir að Laugum

Helgina 4.-5. mars 2017 gekkst SamVest-samstarfið fyrir æfingabúðum að Laugum í Sælingsdal.

Alls mættu 32 krakkar frá fjórum héraðssamböndum (HSS, USK, HSH (frá Umf. Víkingi/Reyni) og UDN.

Undirbúningur og skipulag var í höndum SamVest og UDN. Við fengum til liðs við okkur gestaþjálfara, Hermann Þór Haraldsson frá FH, og aðstoðarþjálfarann Kormák Ara Hafliðason, einnig úr FH. Þeir félagar sáu um æfingarnar á laugardeginum. Á sunnudeginum voru það þjálfarar SamVest, þær Kristín Halla Haraldsdóttir UMFG, Eva Kristín Kristjánsdóttir Umf. Víkingi/Reyni og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir, HSS), sem sáu um æfingarnar.

Kennd voru grunnatriði í sprettum, hástökki, langstökki, langstökki án atrennu og kúluvarpi. Einnig fengu krakkarnir að kynnast fjölbreyttum styrktaræfingum og mikið var spjallað um frjálsar og ýmislegt sem þeim tengist.

Hér eru nokkrar myndir frá helginni (myndir: Svana Hrönn, UDN).


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page